Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Page 42
40
84.
Skaftfellskur bóndi sagði þannig frá æfintýri, sem
hann lenti í:
Ég var á ferð ríðandi uppi í Borgarfirði, en hafði
aldrei úr mínu byggðarlagi farið áður.
Loks stóð ég á krossgötum þama í Borgarfirð-
inum áttavilltur og ráðþrota og vissi ekkert, hvert
halda skyldi. Þá vill svo heppilega til, að unglings-
piltur ríður fram á mig. Ég segi honum, hvert ég
ætli, en hann segist eiga samleið mestan hluta leið-
arinnar.
Mér leizt mjög vel á pilt þennan, og fór hið bezta
á með okkur, enda var hann hinn f jörugasti. Þegar
leiðir okkar skildu, kvaddi ég piltinn með kossi, eins
og siður er í minni sveit, og spurði hann að heiti:
„Ég heiti Sigríður," svaraði hann.
85.
Norðmenn þykja ekki allir dælir í viðskiptum.
Einu sinni var danskur maður að kvarta undan
viðskiptum við Norðmann, sem hafði dvalið lengi hér
á landi.
„Já, þetta er ósvikinn Norðmaður," segir Daninn.
— „Og svo er hann orðinn Islendingur líka,“ bætti
hann við.
86.
Stefán M. Jónsson prestur á Auðkúlu var að kasta
rekunum við jarðarför.