Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Blaðsíða 44
42
„Það getur allt lagazt, því að hann pabbi þinn á
heldur ekkert í þér.“
88.
Þingeyskur bóndi rak haust eitt vænan fjárhóp
inn á Akureyri og seldi féð á fæti kaupmanni nokkr-
um í bænum.
Þá var nýhafið að skjóta fé á blóðvelli, og spyr
kaupmaður bónda, hvort hann óski heldur, að féð sé
skotið eða skorið.
Bóndi hugsar sig um örlitla stimd, en segir svo:
„Ja, mitt fé er nú vanara því að vera skorið.“
89.
Prestur nokkur sat að drykkju að vetrarlagi með
kunningja sínum, gömlum skipstjóra, sem var á
mörgum víxlum fyrir prest.
Seint um kvöldið, er þeir koma út og eru að skilja,
lítur prestur upp í loftið, sem var heiðskírt og
stjörnubert, og segir:
„Ekkert skil ég í því, að þér skuli vera trúað fyrir
skipi og mörgum mannslífum, þér, sem ekki þekkir
nokkra stjömu.“
Þá segir skipstjórinn:
„Ekki skrifa þær upp á víxlana fyrir þig.“
90.
Páll snikkari kom þéttkenndur heim eitt kvöld og
segir við konu sína:
„Andskoti ertu orðin feit, kona. Ég fer annars að