Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Page 45
43
leggja. þig inn í sláturhúsið. Þú mundir gera mikið
eftir niðurlagi.“
„O, þú yrðir ekki lengi að drekka það út, góði
minn,“ svaraði kona hans.
91.
Bændumir Guðmundur í Saurbæ í Flóa og Jósep
í Skógsnesi voru í suðurferð og sváfu í tjaldi við
Fóelluvötn.
Um nóttina vaknar Jósep upp við það, að Guð-
mundur er að brölta ofan á honum.
Hann vekur Guðmimd og spyr hann, hvaða brölt
sé á honum.
„Ég hélt ég væri heima, lagsmaður,“ svaraði Guð-
mundur.
92.
Ölafur bóndi kom neðan fyrir tún og segir, þeg-
ar hann kemur inn:
„Ég fann svo stóra þriggja pela flösku, að ég er
viss um, að hún tekur pott eða meira.“
93.
Sigurður prófessor Nordal fór vorið 1927 austur
í Skaftafellssýslur, og flutti hann þar all-víða fyrir-
lestra.
Þá var símalaust austur þar, en frétt kom á und-
an honum með pósti, að hans væri von.
Þá hittir Þórður bóndi Sigurð, vin sinn, og spyr