Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Page 46
44
hann, hvaða atvinnu þessi Sigurður Nordal stundi,
hvort hann hafi bú.
„Og ekki hugsa ég, að hann eigi margar roll-
umar,“ svarar Sigurður.
Þá segir Þórður:
„Nei, hann er víst svona á flækingi.“
94.
Amoddur var við söngnám í Reykjavík og hafði
leigt herbergi uppi yfir lítilli sölubúð.
Einn dag kemur kona í búðina og kaupir eitthvað
smávegis. Hún heyrir sár vein ofan af loftinu, en
hefur ekki neitt orð á því.
Daginn eftir kemur hún aftur og heyrir sömu
hljóðin. Þá stenzt hún ekki mátið lengur, en segir við
búðarstúlkuna:
„Guð hjálpi mér! Er ekki barnið fætt enn þá hjá
aumingja konunni?“
95.
Á prestssetrinu Glaumbæ í Skagafirði er bygging
í fomum stíl, og afar-löng göng til baðstofu, sem er
vestast af húsunum.
Þegar Jónas læknir Kristjánsson kom þar í fyrsta
sinn, varð honum að orði, er hann kom inn í mið
göngin:
„Hvar kemur maður upp í Sæmundarhlíðinni, þeg-
ar þessi göng eru á enda?“
En Sæmundarhlíð heitir næsta sveit vestan Lang-
holtsins, sem Glaumbær stendur á.