Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Page 49
47
„Geturðu sagt mér, hvað boðorðin eru mörg?“
Strákur hugsar sig dálitla stund um, þangað til
hann segir:
„Þau eru níu.“
„Onei,“ segir prestur, „þau eru tíu.“
Strákur laut að sessunaut sínum og segir:
„Skratti fór ég nærri því.“
100.
Bjami Þorsteinsson prestur á Siglufirði var að
spyrja fermingarböm. Hann spyr eina af fermingar-
stúlkunum, hvaða stórhátíð sé næst á eftir pásk-
unum.
„Krossmessan,“ svaraði stelpan.
101.
Sr. Jóhann og sr. Bjami hittust á götu.
„Ertu nú ekki farinn að sljóvgast, Bjami minn?“
segir sr. Jóhann.
„Ekki finn ég til þess,“ svaraði sr. Bjami.
„Er það nú ekki einmitt byrjunin?" spurði þá sr.
Jóhann.
102.
Filippus, kallaður hinn sterki, bjó um eitt skeið í
Halakoti í Flóa. Honum kom mjög illa saman við
nágrannakonu sína, húsfreyjuna á næsta bæ, sem
var svarkur mikill. Lenti stundum í handalögmáli
naeð þeim, og lék Filippus hana oft illa.