Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Blaðsíða 50
48
Sr. Ölafur í Hraungerði var loks fenginn til að
koma sáttum á milli þeirra, og var sáttafundurinn
haldinn á heimili húsfreyju.
Filippus kom síðastur á sáttafundinn, og snýr hús-
freyja sér þá samstundis að honum, sýnir honum rifu
á dagtreyju sinn og segir:
„Þekkirðu þetta gat, Filippus?“
Filippus lítur á gatið og segir:
„Heldurðu, að ég þekki á þér götin?“
103.
Vigfús Finnsson var lengi vinnumaður í Haga í
Gnúpverjahreppi. Þá var prestur á Stóra-Núpi sr.
Valdimar Briem. Ekki var Vigfús kirkjurækinn.
Eitt sinn bar þó svo við, að hann var við kirkju.
Sr. Valdimar heilsar honum með virktum og segir,
að hann sé sjaldséður kirkjugestur.
„Ójá, það kom nú heldur ekki til af góðu núna.
Það vantaði meri; ég var að spyrja eftir henni.“
104.
Eitt sinn hafði verzlunarfólk í búð nokkurri, sem
þótti harla dýrseld, lítilsháttar gleðskap eftir lokun-
artíma, og var Tómas Guðmundsson boðinn þangað.
Stóð hóf þetta í húsakynnum verzlunarinnar. Að
áliðnu kvöldi tók ein búðarmærin eftir því, að fólk
var farið að safnast saman utan við sýningarglugg-
ann. Við athugun kom það í Ijós, að orsök þessa