Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Page 58
56
115.
Sýslufundur Rangæinga stóð yfir.
Einn morgun í fundarbyrjun stóð sýslumaðurinn
upp og sagði:
„Ég hef sorgartíðindi að flytja sýslunefndinni:
Hans hátign, konungur vor, Friðrik VIII. er andaður.
Og finnst mér nú vel til fallið, að sýslunefndin sendi
konungsf jölskyldunni samúðarskeyti, úr því vér, full-
trúar sýslunnar, erum hér saman komnir.“
Öllum sýslunefndarmönnum varð orðfall, þangað
til Skúli prestur í Odda rauf þögnina og sagði:
„Ætli það sé ekki bezt, að hver skæli í sínu horni.“
116.
Pétur bóndi Sívertsen í Höfn í Melasveit var á
unga aldri verzlunarmaður við Lefoliis verzlun á
Eyrarbakka.
Pétur var manna ramastur að afli og stilltur vel.
Vor eijtt á lestum bar svo við, að drukkinn, dansk-
ur sjómaður var fyrir innan búðarborðið hjá Pétri og
lét mikið yfir kröftum sínum og atgervi Dana yfir-
leitt. Hann sagði meðal annars, að sjö Islendinga
þyrfti á móti einum Dana, og um leið hrifsaði hann
í Pétur.
Þá tekur Pétur sjómanninn í fang sér, treður hon-
um undir búðarborðið og segir um leið:
„Hvað eiga nú hinir sex að gera?“