Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Page 60
58
119.
Sigurður málfræðingur var á gangi á götu í Kaup-
mannahöfn.
Þá bar hann þar að, sem mannþyrping var og upp-
þot á götunni.
Hann spurði, hvað um væri að vera, og var hon-
um sagt, að verið væri að taka fastan þjóf.
„Hvað er þetta!“ sagði Sigurður. „Taka þjóf svona
um hábjartan daginn.“
120.
Bóndinn í Sogni var einkennilegur í orðum og hátt-
um, flumósa mjög og mismælagjam.
Einu sinni kom hann á næsta bæ við sig og segir
um leið og hann kastar kveðju á heimilisfólkið:
„Þetta var ljóta ferðin. Ég var boðinn að Holti
og átti að vera þar skírnarfontur, en þegar ég kom
þangað, var búið að matselda barnið.“
121.
Maður nokkur skildi við konu sína. Hann tók sam-
an við aðra, og var hún frá bæ þeim, er Lón heitir.
Um það var kveðið:
Þú hefur fengið björg í bú,
bætt er fyrra tjónið.
Eins og sagt er, áttir þú
erindi í Lónið.