Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Page 70
68
149.
Drengur nokkur varð var við það, að móðir hans
fékk heimsóknir í rúmið á nóttunni.
Út af því var kveðið:
Barnið spurði blíða móður sína,
hver þar svæfi henni hjá.
Hringaskorðin mælti þá:
„Enginn nema alfaðirinn góði.“
Aftur bamið anza tók:
„Er þá guð á prjónabrók?“
150.
Yinnukona í sveit var trúlofuð manni, sem fór í
verið, en hann kom ekki aftur á þeim tíma, sem
hann hafði lofað henni.
Stúlkan var óskrifandi, en fékk góðan bréfritara,
Finnboga Kristófersson frá Stóru-Borg, til að skrifa
fyrir sig uppsagnarbréf til unnustans, og bað hún
hann að láta þess getið, að nú væri hún tekin saman
við annan mann, Arnbjöm að nafni.
Finnbogi skrifaði bréfið og hnýtti þessari vísu
aftan við:
Þreytt ég geymdi meydóm minn,
margur vildi haf’ ann.
Á endanum varð ég uppgefin
og Ambimi því gaf ’ann.