Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Page 6
var nærri blindur á vinstra auga, en heilskyggn á
því hægra.
„Af hverju haldið þér nú, að þessi augnasjúkleiki
minn stafi?“ spurði sjúklingurinn.
„Það stafar bara af elli“, svaraði læknirinn.
„O, varla er nú vinstra augað eldra en það hægra“,
sagði þá gamli maðurinn.
4.
M>ÐUR, sem var veikur í auga, kom eitt sinn til
Jóns Hjaltalíns landlæknis til að leita sér lækr»
ingar.
Það varð að samkomulagi, að læknir tæki veika
augað úr manninum.
Þegar sjúklingurinn var kominn til sjálfs sín eftir
skurðinn, varð hann brátt þess vísari, að læknir
hafði tekið heilbrigða augað í misgripum, og kvart-
aði undan því við Hjaltalín.
Honum varð þá að orði:
„Jæja, góður, þú ert þá blindur á báðum“.
5.
SR. ÞORVALDUR BÖÐVARSSON í Saurbæ var
eitt sinn boðinn í miðdegisverð hér í bænum.
Meðan á máltíðinni stóð, hélt húsfreyjan matnum
mjög að Þorvaldi og eggjaði hann á að borða meira.
Loks segir Þorvaldur:
„Nei, nú er mér ómögulegt að borða meira, jafn-
vel þótt það væri steiktur engill“.