Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Síða 7
5
6.
§R. ÞORVALDUR sagði, að í rauninni þ.yrfti ekki
annað en breyta nöfnum í útfararræðum, því að
mannkostirnir væru alltaf þeir sömu.
7.
,, TjÁRETTA, færðu reiðskáldið úr þjóðbuxunum“,
sagði sr. Þorvaldur við dóttur sína, um leið og hann
bauð Steingrími skáldi Thorsteinsson til stofu.
Steingrímur kom ríðandi til sr. Þorvalds í kynnis-
för.
8.
]V OKKRAR STÚKUR héldu útbreiðslufund hér í
Reykjavík fyrir mörgum árum.
Meðal templara, sem töluðu, voru þeir Halldór
Jónsson bankagjaldkeri, Þórður Thoroddsen læknir
og fleiri.
Kristjáni Þorgrímssyni var loks veitt orðið, og
mælti hann á þessa leið:
„Með því að hér hafa aðallega haldið ræður reikn-
ingsmenn og stærðfræðingar, þá langar mig til að
biðja þá um að reikna dálítið fyrir mig.
Svo er mál með vexti, að fyrir fjórum árum gekk
ég í stúku og vó þá 200 pund. Ég var níu mánuði í stúk-
unni og léttist um 40 pund. Nú vil ég biðja þessa
háttvirtu reikningsmenn að sanna það með útreikn-
ingum, hvað væri eftir af mér, ef ég væri í stúkunni
ennþá“.