Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Page 8
6
9.
]VlELSEN hét danskur kaupmaður á Seyðisfirði.
Hann var kurteis maður og blíðmáll, sérstaklega
við þá, sem skiptu við hann.
Eitt vor kom afdalabóndi til hans í harðindum.
Hann bar sig hörmulega yfir tíðarfarinu og kvað
naumast nokkurt lamb lifa, það sem af væri sauð-
burðarins.
Kaupmaður vill gjarnan hughreysta bónda og seg-
ir eftir nokkra umhugsun:
„So já, en það lítur þó út fyrir, að það verði gott
lambskinnaár í ár.
10.
JNGVAR SÓÐI hitti Bjarna Þorsteinsson vélfræð-
ing á götu og bað hann um að lána sér peninga.
Bjarni færðist undan því, en Ingvar fylgdi honum
heim að dyrum á vélsmiðjunni „Héðni“ og segir:
„Nú skyldi ég slá þig, Bjarni, ef ég vissi ekki, að
það er ólánsmerki að drepa járnsmið“.
Ingvar fékk peningana.
11.
HUGSANDI menn hafa löngum leitazt við að
skilja og skýra allt milli himins og jarðar. En oft
gera menn sér skringilega grein fyrir hlutunum.
Maður einn var til dæmis að ígrunda, hvers vegna
menn yrðu ekki ofurölva af mikilli brennivíns-
drykkju, ef hákarl væri étinn með.
Hann orðaði lausn þessarar gátu svo: