Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Síða 10
8
Meðan Guðni var vinnumaður þar, drápust nokkrir
nautgripir úr miltisbrandi, þar á meðal naut eitt.
Guðni seldi kjötið af því í Reykjavík, þvi að menn
þekktu ekki veikina, en ekki er þess getið, að mönn-
um yrði meint af kjötinu.
Einn af þeim, sem keypti kjöt af Guðna, var Berg-
ur Thorberg landshöfðingi.
Þegar upp var komið, að miltisbrandur hafði orðið
nautgripunum að bana, þá mætti Thorberg Guðna
og segir við hann:
„Illa gerðuð þér, Guðni, að selja mönnum eitrað
kjöt“.
„Vel fór sá biti, sem þér átuð“, svaraði Guðni.
15.
GrUÐNA kom illa saman við sóknarprest sinn, sr.
Þorkel Bjarnarson.
Sr. Þorkell flutti síðar að Reynivöllum í Kjós.
Nokkru eftir að hann flutti þangað, hitti hann
Guðna og segir við hann:
„Jæja, Guðni minn, nú er ég ekki lengur fyrir þér;
nú er ég fluttur úr Mosfellssveitinni“.
„Og of skammt þó, drengur minn“, svaraði Guðni.
16.
GrUÐMUNDUR GÍSLASON á Bollastöðum í
Blöndudal var eitt sinn nætursakir á Brún í Svart-
árdal.
Hann var látinn sofa í háu lokrekkjurúmi frammi
í stofu. Koffort stóð við rúmið,