Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Page 12
30
Sjóliðarnir, sem stóðu við borðstokkinn, skopuð-
ust að þessu.
Pilturinn dregur loks hjólið burt, veifar til Eng-
lendinganna og segir:
„Made in England".1)
20.
þ»AÐ HENTI ÚTVARPSÞUL einn á þessu ári að
mismæla sig og segja, að blýantur hefði andazt, í stað
tapazt.
Allmiklar upphringingar urðu á fréttastofu út-
varpsins út af þessu.
Meðal annars hringdi maður einn og spurði að
því, hvenær jarðarför blýantsins færi fram.
Stúlka, sem gegndi í símann, svaraði því þannig:
„Ég veit það nú ekki með vissu. Eruð þér máské
vandamaður?"
21.
3ANKAVÖRÐUR hér í bænum sat með kunn-
ingjum sínum að kvöldi dags fyrir nokkrum árum.
„Hefirðu nú nokkurt vopn“, spurði einn kunn-
ingi hans, „ef ræningjar komast nú inn í bankann og
ráðast á þig.
„Já“, segir bankavörðurinn og dregur fram
skammbyssu mikla út úr skúffu, en ryðgaða og forn-
fálega.
„Héma er vopnið, en það er gallað. Þessi héma
) Búið til i Englandi.