Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Blaðsíða 14
12
Eitt sinn er fátæka konan hafði nýlega alið bam,
heimsótti efnaða konan hana og bað hana að geía
sér bamið til uppfósturs.
„Nei, það vil ég ekki“, svaraði hin, „en ég skal lána
þér hann Palla“.
Það var maðurinn hennar.
24.
PRESTUR nokkur gekk í lífstíðarbindindi af þeim
ástæðum, sem nú skal greina.
Það hafði hent hann að fara að drekka eftir messu,
án þess að afklæðast messuskrúðanum. Honum varð
svo reikað út og lagðist fyrir á fjóshaug skammt frá
bænum og sofnaði þar.
Þegar að var komið, hafði kálfur komizt í hempu
hans og étið hana að mestu.
25.
TT ARALDUR hét níu ára gamall stráklingur, mesti
beljaki að stærð og kröftum eftir aldri.
Hann reri með frænda sinn, Guðna, fullorðinn
mann, út á vatn, sem var nálægt heimili hans, til að
vitja um silunganet.
Kalt var í veðri, og tók Guðni upp munntóbak og
lét upp í sig.
„Brúkar þú skro, Guðni frændi?“ spurði Haraldur.
„Já, ég geri það nú stundum", segir Guðni, „þú
gerir það kannske líka?“
„Ónei“, svaraði Haraldur, „ég er hættur því; ég
fann, að ég hafði ekki gott af því vegna magans“.