Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Page 15
26.
J§UMARIÐ 1911 urðu allmargir nýbakaðir stú-
déntar samskipa til Kaupmannahafnar, og var ég,
útgefandi þessa rits, einn þeirra.
Fyrsta verk okkar, þegar til Hafnar kom, var að
láta innrita okkur til náms í forspjallsvísindum við
háskólann.
Þá var þekktasti heimspekiskennarinn prófessor
Harald Höffding. Hann var vinsæll hjá íslendingum,
og vildum við allir helzt vera hjá honum við heim-
spekisnám. Svo stóð aftur á móti á, að svo mikil að-
sókn var hjá honum þetta ár, að hann var hættur að
taka á móti nemendum, af ótta við það, að fyrirlestr-
arsalurinn rúmaði ekki fleiri.
Þannig var ástandið, þegar við komum til Hafnar.
Við íslendingarnir samþykktum nú samt að reyna
við prófessor Höffding að taka okkur, og dæmdist
það á mig að tala við hann.
Iiann tók strax erindi mínu hið bezta og sagði
meðal annars:
„Jo, ti Islændinge kan jeg godt tage, de tager saa
lidt Plads op ved Forelæsninger11.1)
27.
JÓN hét maður. Hann átti heima í Vestmanna-
eyjum.
Hann var eitt sinn staddur hér í Reykjavík, og
*) Jú, tíu islendinga get ég tekið, þeir eru ekki svo rúmfrekir
við fyrirlestra.