Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Page 21
19
„Það er óhætt að fara að flagga, piltar. Hún Villa q
er búin að setja upp svuntuna". '
41.
J*AÐ ER KALLAÐ að draga djöfulinn, þegar
menn ganga með hendurnar fyrir aftan bak.
Einu sinni gekk Geir Zoega á eftir manni og kall-
ar til hans:
„Þú dregur djöfulinn, maður“.
Maðurinn lítur snöggt við og segir:
„Já, svo sé ég er“.
42.
J>EGAR Geir Zoega lá banaleguna á sjúkrahúsi og
var að dauða kominn, gerði hann boð eftir hjúkrun-
arkonunni, en hann fær þau boð til baka, að hún
geti ekki komið alveg strax, því að hún sé hjá
manni, sem sé að deyja.
„Samkeppnin lifi“, er þá mælt að Geir hafi sagt.
43.
J^RESTUR nokkur var að spyrja börn.
Meðal annars lagði hann þá heimspekilegu spurn-
ingu fyrir börnin, hver hefði skapað Guð.
Ekkert barnanna svaraði.
Þá segir prestur:
„Það er ekki von, að þið getið svarað þessu. Það
vita ekki englar á himnum, ekki Guð sjálfur og
varla ég“.
2*