Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Page 22
20
44.
AMI PRESTUR keypti eitt sinn hest, sem sagður
var reiðhestur góður, en prestur var manna lausast-
ur við að vera reiðmaður.
Skömmu síðar ríður prestur hestinum til næsta
bæjar. Hann fór aldrei harðara en klyfjagang, enda
fór hesturinn að bíta með prest á baki.
Þegar loks prestur kemst á bæinn og sér menn
þar á hlaðinu, þá kallar hann upp:
„Ég hef verið svikinn, ég hef verið svikinn á hest-
inum. Hann bítur gras“.
45.
jyjjÓLKURBÚIN senda félagsmönnum sínum bæði
skyr og osta, því að offramleiðsla er á hvorutveggja.
Þessar vörur þykja ekki sem beztar, sérstaklega
á þetta sér stað um ostana.
Kolbeinn í Kollafirði fékk eina slíka ostasendingu.
Nágranni hans spurði hann að því, hvemig hon-
um líki ostarnir.
„Ég veit það nú ekki“, svaraði Kolbeinn. „Ég hef
ekki smakkað á þeim. En ég gaf flækingshundi, sen*
ég var lengi búinn að reyna að losna við, dálítinn
bita af einum ostinum, og hann hefur ekki sézt
síðan“.
46.
GrUÐMUNDUR R. ODDSSON var að skopast við
bónda, sem talinn var einfeldningur, og segir við
hann: