Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Page 23
21
„Hvenær ætlar þú að koma með kálfinn, sem þú
varst búinn að lofa mér?“
En bóndi hafði raunar engum kálfi lofað Guð-
mundi.
„Mér þykir hann ekki nógu gamall ennþá handa
þér“.
„Jú, það er hann nú víst“, segir þá Guðmundur.
„En hvað er hann annars gamall?“
„Það er hálfur mánuður síðan ég hélt kúnni“,
svaraði bóndj.
47.
J^JÖRN BLÖNDAL löggæzlumaður hitti stúlku á
veitingahúsi á Akureyri. Honum þótti stúlkan fyrir-
ferðarmikil og yfirlætisleg og segir því við hana:
„Hvað eigið þér nú mikið af Akureyri?“
„Helminginn á móti yður“, svaraði stúlkan.
48.
J^UKAFUNDUR var haldinn í stúku hér í bænum,
og átti að endurreisa brotlegan bróður á fundinum.
Þegar á fundinn kom, vantaði spilara. Þá man
einhver eftir því, að nýlega hefur gengið maður í
stúkuna, sem spilar á orgel.
Æðsti templar hringir nú til hans og biður hann
að koma og vera við endurreisn, en tekur ekkert
nánar fram um erindið.
Maðurinn kemur eftir stutta stund, og þegar hann
hefur kastað kveðju á fundarmenn, litast hann um
í fundarsalnum og segir:
„Eru það ekki fleiri en ég, sem á að endurreisa?"