Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Page 24
22
49.
]VJ’OKKRUM dögum áður en styrjöldin skall á, hitti
útgefandi þessa rits Eggert M. Laxdal málara og
spurði um álit hans á því, hvort úr ófriði yrði.
„Það eru álíka miklar líkur til þess, að úr ófriði
verði ekki, eins og það, að drukkinn maður hætti við
að taka upp flösku, sem hann er búinn að setja
tappatogara í“, svaraði Laxdal.
50.
.A NDRÉS Á HEMLU var mesti greiða- og sóma-
maður, en hann var stundum kaldur í svörum og
seintekinn fyrir ókunnuga.
Vordag einn er Andrés í smiðju, því að hann var
jámsmiður.
Ágúst í Miðey hleypir þá í hlaðið, sér Andrés í
smiðjunni og kallar til hans:
„Nú máttu til að lána mér skeifu. Ég reið undan
á einum fæti“.
„Ég á ekki nokkra skeifu til“, svaraði Andrés.
„Því lýgur þú alveg“, svaraði Ágúst.
„Já, það segir þú nú satt“, segir Andrés þá.
51.
A NDLÁTSFRÉTTIR og almennar verzlunaraug-
lýsingar eru oft lesnar í belg og byðu í útvarpinu.
Eitt sinn var lesin upp andlátsfrétt eitthvað á
þessa léið: