Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Page 27
25
55.
GrUÐMUNDUR MAGNÚSSON prófessor var að
yfirheyra stúdent í læknadeild Háskólans um heil-
ann.
Guðmundur spurði stúdentinn um latneska nafnið
á stóra heilanum, og vissi hann það ekki, en hins
vegar vissi hann, hvað litli heilinn hét á latínú.
„Nú“, sagði Guðmundur eftir nokkra bið, „munið
þér ekki nafnið á stóra heilanum?“
Stúdentinn þagði.
„Jæja, þér ætlið þá að láta yður litla heilann
nægja“, segir þá Guðmundur.
56.
BjÖRGVIN VIGFÚSSON fyrrverandi sýslumaður
Rangæinga var að koma ofan úr stjómarráði í full-
um embættisskrúða.
Strætisvagnarnir voru þá farnir að ganga um bæ-
inn.
Þegar Björgvin kemur út úr stjómarráðshliðinu,
þá kemur til hans strákhnokki og segir:
„Heyrðu manni, ekur þú strætó til Skerjafjarðar?"
57.
R AUPSTAÐ ARSTÚLKA varð kona sýslumanns
nokkurs, sem bjó í sjávarþorpi, en þó stundaði sýslu-
maður landbúnað og hafði meðal annars allmargar
kýr.
Kona sýslumanns var hjartagóð kona, en ófróð
var hún um alla háttu og siði sveitalífsins.