Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Page 29
27
Menn hlógu að þessu og hæddust að manninum, er
þessi ummæli hafði.
Bólu-Hjálmari varð þá að orði:
„Nú jæja, hærri er nú snaran en höfuðið1*.
60.
JTÚLÍUS SIGURÐSSON bankastjóri á Akureyri
var glettinn maður og hvefsinn, en þoldi það líka
öðrum, þótt hann ætti sjálfur í hlut.
Litlar mætur hafði hann á templurum og stríddi
þeim oft.
Einu sinni var háttsettur templari inni í bankan-
um, og var verið að afgreiða hann. Þá kemur inn
bóndi úr Fnjóskadal og biður Júlíus að kaupa af sér
300 króna víxil.
„Við kaupum enga víxla hér nú“, segir Júlíus.
Bóndi maldar í móinn og segir, að víxillinn sé al-
veg tryggur.
„Það er alveg sama, við kaupum alls ekki neina
víxla“, segir Júlíus aftur, „en hvað ætluðuð þér
annars að gera með peningana?"
„Peningana", segir bóndi, sem nú var orðinn von-
laus um erindið. „Ég gat satt að segja fengið ágætis
kaup á áfengi".
„Áfengi?“ sagði Júlíus og leit til templarans.
„Hvers vegna gátuð þér ekki sagt þetta strax maður?
Fyrst svona stendur á, er náttúrlega sjálfsagt að
kaupa víxilinn“.