Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Blaðsíða 31
29
efri árum. Það lýsti sér meðal annars í því, að hann
taldi sig aldrei taka á heilum sér, kvartaði jafnan um
einhvem sjúkleik, en vann þó verk sín sem aðrir.
Hann starfaði að smíði steinhússins á Selalæk.
Meðan húsið var í smíðum, datt Eyjólfur einu
sinni af efsta lofti, niður tvær hæðir, og kemur nið-
ur á kjallaragólf úr steini.
Eyjólfur, sem var köttur liðugur, kom standandi
niður.
Allir, sem á horfðu, stóðu á öndinni og óttuðust,
að hann hefði stórslasazt.
Einn af smiðimum hljóp til hans og segir:
„Meiddirðu þig ekki voðalega, Eyjólfur?11
„Og ekki batnaði mér“, svaraði þá Eyjólfur.
64.
S VEITAPILTUR sá stúlku hér í Reykjavík vera
að bera á sig varalit. Ekki þekkti hann slíkar athafn-
ir úr sinni sveit og spyr því kunningja sinn, hvað
stúlkan sé að gera.
„Hún er að bera lit á stimpilinn“, svaraði kunn-
ingi hans.
65.
FTjÓNAGRASIÐ var í þjóðtrúnni mesta þarfaþing
fyrir þá, sem ná vildu ástum manns eða konu.
Því skyldi koma í rúm, undir kodda þess, er leitað
var ásta við.
Að þessi trú er ekki útdauð, sýnir þessi saga.