Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Page 34
32
71.
TTaUST EITT kom bóndi með sauði til Steingríms
Thorsteinson skálds og bauð honum sauði til kaups.
„Nei“, sagði Steingrímur, „ég hef ekkert vit á
sauðum, en reynið þér að fara til hans Árna bróður
míns, hann hefur sauðavit“.
72.
JJALLDÓR hét maður. Hann bjó í Steinum undir
Eyjafjöllmn. Hann var greindur vel og merkur mað-
ur. Honum lá mjög hátt rómur, og var hinn mesti
hávaðamaður.
Halldór fór eitt sinn út að Hlíðarenda og heimsótti
Vigfús Þórarinsson sýslumann ásamt fleiri mönnum.
Sýslumaður kemur út á móti gestunum og segir
um leið og hann heilsar Halldóri:
„Mikil rödd er yður gefin, Halldór minn. Þegar
þér komuð út fyrir Múlann, þá heyrði ég greinilega
inn í bæ hvert orð, sem þér sögðuð“.
Þá varð Halldóri að orði:
„Guði sé lof fyrir heyrnina yðar, sýslumaður, og
röddina mína“.
73.
fi'ÁTÆKUR BÓNDI bað eitt sinn prest, sem var
efnaður maður, um matarlán.
Prestur tók erindi hans fálega og kvað vafasamt,
að hann gæti greitt lánið, en ráðlagði honum samt
að leita til bónda, sem var nágranni prests, og sagði,