Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Page 36
34
Amtmaður spyr hann þá, hvort nokkuð ami að
honum.
„Mig dreymdi hræðilegan draum í nótt“, sagði þá
Bjöm.
„Nú, hvernig var hann?“ spurði amtmaður.
„Mig dreymdi andskotann afturgenginn11, svaraði
hinn.
76.
JPrESTUR nokkur var að reyna kunnáttu dreng-
hnokka í kristnum fræðum.
Þetta var vestur á Mýrum, í landnámi Skalla-
gríms.
Meðal annars spurði hann strák að því, hvert
væri tilefni þess, að jólin væru haldin heilög.
Það vissi hann ekki.
„Það fæddist barn á jólunum“, segir prestur.
„Veiztu ekki, hvaða barn það var?“
„Var það strákur eða stelpa?“ spurði strákur.
„Það var drengur“, svaraði prestur.
„Þá hefir það verið Skallagrímur“, segir strákui
þá hreykinn.
77.
JÓNAS JÓNSSON kom einu siimi til bónda nokk-
urs á Suðurlandi.
Sú furða var um bónda þenna, að hann skuldaði
engum neitt.
Hann hafði nýlega reist timburhús á jörð sinni.
Jónas telur það óráð hjá bónda að hafa byggt úr
timbri en ekki steini og fer um það mörgum orðum.