Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Page 37
„Skelfur nú ekki svona timburhús mikið í óveðr-
um“, spyr Jónas að lokxrni.
„Að minnsta kosti skelfur það ekki af skuldum",
svaraði þá bóndi.
78.
GrUÐMUNDUR JÓNSSON í Borgarnesi var stund-
um kallaður viðumefninu „trunta“. Viðurnefnið
fékk hann af því, að hann hafði að jafnaði fjölda
hrossa í eftirdragi.
Guðmundur hefur, eins og menn kannske muna,
lagt til allmargar sögur í þetta rit.
Hann var manna fyndnastur og fljótur til svars.
Þess er þó getið, að Guðmundi hafi einu sinni
orðið orðfall. Hann er á gangi á götunum í Borgar-
nesi og er með stóran trefil um hálsinn. Guð-
mundur mætir þá manni, sem stoppar hann og segir:
„Þetta er í fyrsta skipti, sem ég sé truntu með
taglið framan á“.
Guðmundur þagði og gekk leiðar sinnar.
79.
G UÐMUNDUR var einu sinm sem oftar ríðandi á
ferðalagi og mætir þá bónda af Mýrum.
Bóndi þessi var kvæntur konu, sem var ættuð frá
Krossnesi. Hann hyggst nú að glettast við Guðmund
og segir:
„Hvaða bölvaðri truntu ríður þú núna, Guð-
mundur?“
„Hún er nú frá Krossnesi þessi, sem ég ríð núna.
3*