Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Side 39
37
Þetta notaði hvinnskur maður sér, en var ekki
nógu varkár. Maður sá til ferða hans að húsinu eitt
kvöld, og var hann því grunaður.
Nú var sett rottugildra fyrir gluggagatið að inn-
anverðu, og þegar svo þjófurinn réttir höndina, næst
þegar hann ætlar að ná í pakka, inn um gluggann,
þá smellur gildran, og er hann nú þarna fastur.
Hann sér nú það ráð vænst að kalla á hjálp.
Menn komu nú að og losuðu þjófinn úr gildrunni,
og hafði hann þá særzt talsvert á hendinni við það
að reyna að losa sig úr gildrunni.
Þetta þótti nóg hegning, sem sanngjarnt var, og
var málið aldrei kært til lögreglunnar.
81.
VAR ER BREMEN?“ er fyrirsögn á grein í
Morgunbl. 9. sept. þ. á.
Bremen er, eins og kunnugt er, eitt almesta
tröllaskip heimsins og næststærsta farþegaskip
Þýzkalands.
Grein Mbl. endar á þessum skarplegu athuga-
semdum:
„Frá Noregi berst sú fregn, að talið sé víst, að
Bremen sé nú annaðhvort við Grænland eða ísland.
Bremen hefir ekki komið hingað til Reykjavíkur.
En það kann að vera, að rétt væri að benda mönn-
um á, ef þeir einhversstaðar yrðu varir við þetta
mikla skip hér við strendur landsins, að segja þá til
þess. Annars ætti það ekki að leynast lengi fyrlr
mönnum, ef það væri hér á næstu grösum“.
L