Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Page 46
44
Einar kærir nú þessi umxnæli og stefnir þeim Sig-
urði og Guðmundi sem vitnum.
Þegar málið kemur fyrir rétt, staðfestir Sigurður
fyrir dómaranum, að Jón hafi haft þessi orð um
Einar.
En nú kemur til kasta Guðmundar.
Dómarinn spyr hann, hvort hann hafi ekki heyrt
Jón viðhafa þessi ummæli.
„Jú, jú“, segir Guðmundur, „ærulaus þjófur og
lygari frá eldri og yngri tímum, það heyrði ég að
hann margsagði, en hvort hann átti við Einar eða
mig, það vissi ég ekki“.
„Það er ómögulegt, að þér hafið ekki vitað það“,
segir þá dómarinn.
„Nei, nei“, segir Guðmundur, „ég grennslaðist
aldrei eftir því, og satt að segja er mér nær að halda,
að hann hafi átt við mig“.
Málið féll niður, og er talið að Guðmundur hafi á
þenna hátt bjargað kunningja sínum.
93.
J[ ÓN í MÓHÚSUM á Stokkseyri var atkvæðafor-
maður og stórbóndi.
Einu sinni lá hann fyrir utan Stokkseyrarsund og
beið eftir lagi inn sundið.
Hann sér, að nokkra þörunga slítur upp skammt
frá bátnum, og verður þá að orði:
„Hingað vildi ég að meramar mínar væru
kornnar".