Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Page 50
48
„Fyrir hvað var Gissur Einarsson kunnur?“
Nemandinn svaraði:
„Hann fann upp bakteríurnar“.
100.
„ í ^ÝSIÐ hrafninum" var önnur spurningin.
Svarið frá einum nemandanum var á þessa leið:
„Hrafninn er stór, ljótur fugl, svartur að lit.
Hann verpir í kirkjutumum og öðrum hættuleg-
um stöðum.
Hann hefur engin eyru, en heyrir með fóaminu,
sem er innan í höfðinu“.
101.
r
I BARNASKÓLA hér í Reykjavík var ein af þeim
skriflegu spurningum, sem lögð var fyrir bömin í
sögu, á þá leið:
„Hvað vitið þið um Guðbrand Þorláksson Hóla-
biskup?“
„Hann smíðaði Hólastól“. svaraði eitt barnanna.
102.
|>AÐ ER ALKUNNA, að margir Þingeyingar
leggja sig mjög í líma við að tala fornt mál, enda
hafa sumir þeirra forneskjulega háttu bæði í fasl
og máli.
Saga sú, er hér fer á eftir, bendir til þessa. Hún er
birt eins og hún er sögð hér syðra og án ábyrgðar á
því, að hún sé að öllu sannleikanum samkvæm.
Að Hólmavaði í Aðaldal var skemmtun haldin.