Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Side 57
55
„Ég kann nú ekki við að gera reikning fyrir því“,
segir bóndi, „það rann nú inn í húsið aftur“.
113.
D RAUGASAGA sú, er hér fer á eftir, er sögð í við-
urvist útgefanda „íslenzkrar fyndni“.
Hann var, ásamt fleira fólki, í húsi hér í Reykja-
vík, og voru sagðar þar draugasögur í rökkrinu.
Merk, gömul kona sagði þá sögu þessa, og er hún
birt eins og hún sagði frá henni, að öðru leyti en því,
að nöfnum er breytt.
Guðbrandur hét bóndi einn á Vesturlandi. Hann
bjó í sveitaþorpi við sjó fram og hafði útræði.
Son átti Guðbrandur, er Árni hét. Hann var á
þrítugsaldri.
Árni var vel gefinn maður, en sérlundaður; hann
fór oft einförum.
Húsum var svo háttað hjá Guðbrandi, að heimilis-
fólkið hafðist við í baðstofu, sem var portbyggð, en
stofa niðri var ætluð gestum, og svaf Árni þar ein-
samall.
Það var að vorlagi, í byrjun maímánaðar, að Árni
liggur í rúmi sínu og getur ekki sofnað.
Veður var milt og heiðskírt; þó var hálfrokkið, því
að þetta var seint lun kvöld.
Allt í einu verður Ámi var við, að stúlka í ljósum
klæðum kemur á gluggann og gægist inn. Síðan
klappar hún á rúðuna.
Árni sér strax, að hér er ekki allt með felldu, og
snýr sér til veggjar. Þó getm' hann ekki stilit sig