Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Page 59
57
„Þessu lóga ég nú öllu í haust“, bætti hann svo
við.
115.
StÚLKA, sem bjó á ísafirði, ól bam.
Þegar vinstúlka hennar spurði hana að því, hver
ætti barnið, þá svaraði hún:
„Hann er fyrsti eða annar stýrimaður, annaðhvort
á Esjunni eða Súðinni, sá sem á barnið“.
116.
§R. BJÖRN ÞODLÁKSSON á Dvergasteini var
manna rammastur að afli.
Halldór Vilhjálmsson frá Rauðará, sem var syst-
ursonur sr. Bjöms, dvaldi nokkur ár á Dvergasteini
í uppvexti.
Hann var sterkur maður, en ekki á borð við Björn
frænda sinn.
Einu sinni var Halldór að þekja fiskstakk og fergja
hann með grjóti, því að svipasamt er á Dvergasteini.
Hann hafði farið úr vinnutreyju sinni og var nú að
bisa við stóreflis stein, en lyfti honum naumast.
Sr. Björn ber þar að sparibúinn, því að hann var að
koma úr embættisferð. Hann þrífur nú klettinn og
hóf upp á stakkinn, án þess að láta hann koma við
sig, og segir um leið við Halldór:
„Því varstu að fara úr treyjunni, Dóri“.
117.
(j-(JÐMUNDUR TH. í Borgamesi var á unga aldri
til sjóróðra á Akranesi