Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Side 61
59
ingjum sínum, sem ekki voru sem prúðust, þótt þeir
meintu ekkert illt með þeim.
Til dæmis kölluðu þeir góðvin sinn, Guðmund
veitingamann Ámundason á Laugavegi 70 í Reykja-
vík, „gamla djöfulinn“; en hjá Guðmundi voru þeir
bræður vanir að gista, er þeir fóru til Reykjavíkur.
Einu sinni kemur Heiðmundur til Einars bróður
síns, skömmu eftir að hann kom úr suðurferð, og
segir við Einar um leið og hann heilsar honum:
„Hann bað að heilsa þér, gamli djöfullinn“.
„Já, Guð blessi hann“, sagði Einar. „Hann er þá
lifandi ennþá!“
120.
glGURJÓN SJÓMAÐUR hafði fengið allgóða
skólamenntun og var vel gefinn maður.
Hann var nautnamaður og vínhneigður.
Einu sinni er hann sat að sumbli með félögum
sínum, fékk hann þá hugmynd, að verða prestur í
Grímsey, þótt hann hefði ekki guðfræðismenntun,
því að hann vissi, að þar vantaði prest.
Hann ákvað að gera samstundis gangskör að þessu
og biður því drykkjubræður sína að bíða eftir sér,
á meðan hann tali við biskup.
Sigurjón finnur nú biskup að máli, og með því að
hann kannast við hann, þá tekur hann málaleitun
hans vinsamlega, en þó með því skilyrði, að hann
hætti að drekka.
Sigurjón fer nú aftur til félaga sinna frá biskupi
og segir þeim, að hann sé alráðinn í að taka prest-
vígslu og fara til Grímseyjar.