Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Page 72
70
LEIÐRÉTTING.
í síðasta hefti „íslenzkrar fyndni“ er sagt að vísan
Engin hafði af því not sé eftir Bólu-Hjálmar. Það
er ekki rétt. — Um síðustu aldamót, heyrði sá, er
þetta ritar, frú Geirlaugu Guðmundsdóttur (verzlun-
arstjóra Brynjólfssonar) á Siglufirði og Helga hér-
aðslækni Guðmundsson tala um messugerðina, sem
vísan er gerð um, og hafði Geirlaug verið í kirkj-
unni, er hún fór fram. Presturinn var séra Páll Tóm-
asson á Knappsstöðum (föðurbróðir Gríms Thom-
sens á Bessastöðum). Meðal kirkjugesta var Jón
skáld Mýrdal. Þegar gengið var úr kirkju, sneri séra
Páll sér að honum og sagði: Hvernig líkaði þér lest-
urinn, monsjör Mýrdal?
í kirkjudyrunum sneri Mýrdal sér við og kvað
hárri röddu til safnaðarins, sem enn vax í kirkjunni:
Enginn hafði af því not,
er það sálar voði.
Það var eins og flyti flot
fram á köldu soði.
„Blanda“ V. 3., bls. 276 telur og vísuna gerða af
Jóni Mýrdal við séra Pál Tómasson — í grein, er Jón
Jóhannesson á Siglufirði ritar þar um séra Pál.
Jón Stefánsson.