Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Page 8
6
7.
E^ÍAS STEFÁNSSON var einn af stærstu útgerð-
armönnum í Reykjavík í síðustu heimsstyrjöld, eins
og kunnugt er.
Eftir stríðið komst hann í fjárþröng, eins og raun-
ar flestir stórútgerðarmenn.
Einu sinni sem oftar kom rukkari til hans með
reikning.
Elías var bráðlyndur maður. Hann hélt nú langa
skammapredikun yfir rukkaranum og sagðist aldrei
hafa frið fyrir þessum bölvuðum rukkurum.
„Svona er að hafa tiltrúna", sagði rukkarinn, þeg-
ar hann loksins komst að.
8.
StEFÁN THORSTENSEN, sonur Jóns landlæknis
Thorstensens, var manna fljótastur til svars og orð-
heppinn.
Eitt sinn ber það við, að kunningi hans, sem var
drykkhneigður, féll við próf í prestaskólanum.
Þegar Stefáni berst það til eyrna, varð honum að
orði:
„Þeim segir öllum eina leið, sem Jörgensen
manuducerar".1)
Jörgensen var þá hótelhaldari og vínsali í
Reykjavík.
) Manuducera þýðir, að kenna undir próf.