Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Side 9
7
9.
PRESTURINN var að hlýða fermingarbörnum yfir
biblíusögurnar.
Hann lét einn drenginn segja söguna um sköpun
heimsins. Strákur endaði söguna á þenna hátt:
„Og þegar Guð hafði skapað heiminn, fór hann
upp á hátt fjall og leit yfir allt, sem hann hafði
gjört, og sjá, það var helvíti gott“.
10.
KVÖLDBOÐ var í húsi einu í Reykjavík. Þar voru
eingöngu giftar konur, nema piparmey ein, miðaldra.
Þegar komið er nokkuð fram yfir háttatíma, segir
ein konan:
„Jæja, ætli það sé nú ekki mál til komið að fara
heim og hátta“, og taka fleiri af konunum undir
það, en þá segir sú ógifta:
„Til hvers fjandans á maður að fara að hátta?“
11.
tJÓN Á SELJUM á Mýrum, sem áður er getið í
„íslenzkri fyndni", var fjörmaður og dugnaðarmaður.
Hann fékk sér drjúgum neðan í því, sérstaklega þó
á ferðalögum.
Jón áleit þá menn lítt að manni, sem ekki gátu
fengið sér í staupinu við og við, og hafði mestu
skömm á þeim.
Einu sinni var Jón á ferð að haustlagi með kunn-
ingja sínum, sem Gísli hét.