Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Page 11
9
12.
JÓN keypti einu sinni sem oftar brennivín hjá
Þórði Bjarnasyni frá Reykhólum, sem þá var kaup-
sýslumaður á Mýrum.
Með því að Jón var ílátslaus, þá seldi Þórður hon-
um leirbrúsa mikinn og stútvíðan, sem hann fann
úti í vörugeymsluhúsi sínu, og hellti brennivíninu á
brúsann.
Nokkru síðar fær Þórður bréf og pakka frá Jóni.
Þórður opnar nú pakkann og finnur í honum rytj-
ur af mús.
í bréfinu tjáir Jón Þórði, að hann hafi fundið mús-
arræfilinn í brúsanum.
„Og“, segir hann í bréfinu, „óaði mér svo við þessu,
að ég ætlaði varla að geta drukkið brennivínið“.
13.
JÓN var kappsmaður hinn mesti til allra verka.
Vor eitt, á sunnudegi, segir hann við Jón son sinn:
„Komdu, Nonni minn. Við skulum fara ogvitjaum
grásleppunetin. Hún mamma þín ætlar að fara að
lesa húslesturinn. Við höfum ekkert vit á því“.
14.
JÓN var mjög fljóthuga og óðamála. Hann var því
oft glapyrtur.
Vor eitt drápust nokkrir gemlingar hjá honum
úr hor.