Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Page 13
11
18.
(jUÐMUNDUR á Þúfnavöllum í Eyjafirði var eitt
sinn í kaffiboði á Akureyri. Hann var dálítið
kenndur.
Þegar kaffidrykkjunni er lokið, þreifar Guðmund-
ur í vasa sinn, finnur þar vettling og þurrkar sér
með honum um munninn.
Húsmóðirin kímdi að Guðmundi, en hann segir þá:
„Þetta verður maður að gera, þegar pentudúkana
vantar“.
19.
STEFÁN BJÖRNSSON, hreppstjóri í Borgarnesi,
sat inni í skrifstofu Kaupfélags Borgfirðinga og tal-
aði við skrifstofumennina.
Þegar þeir höfðu spjallað saman um stund, segir
einn af skrifstofumönnunum:
„Þú ert nú búinn að tala hér lengi, Stefán, án þess
að segja eitt orð af viti“.
„Ég veit, hvar ég er staddur“, svaraði Stefán.
20.
(jAMLI GOÐAFOSS strandaði'á Straumnesi vestra
í síðustu styrjöld, eins og kunnugt er.
Bændur úr nágrenni við strandstaðinn keyptu ým-
islegt brak úr skipinu.
Meðal annars lenti postulínsskilti með stöfunum