Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Page 17
15
27.
Framsóknarbóndi einn í Borgarfirði vildi
stofna landssamband uppsveitarbænda.
Auðvitað var hann uppsveitarbóndi sjálfur.
„Heppnist stofnun slíks félagsskapar vel“, sagði
hann, „mætti þjarma svo að þeim, sem neðar búa, að
þeir yrðu að ganga frá búum sínum“.
28.
JÓN BÓNDI fékk aðsvif úti á túni og féll til
jarðar.
Menn voru viðstaddir og báru hann inn í rúm, og
lá hann nokkra stund á eftir.
Ókunnur maður kom inn til hans, meðan hann lá í
rúminu, og spyr hann, hvað að honum gangi.
„Ég held, að það hafi verið snertur af bráðkveddu“,
svaraði bóndi.
29.
S VEINN OG PÉTUR voru kvöld eitt á svalli
saman.
Þeir voru sambýlismenn.
Þegar Sveinn vaknar morguninn eftir, snýr hann
sér að Pétri og segir:
„Hefurðu getað sofið nokkuð í nótt, Pétur minn?“
„Og biddu fyrir þér. Það var enginn svefn. Það var
svo sem eins og fuglsblundur á hnífsoddi“.