Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Síða 19
17
Fjármaðurinn, sem ekki var ánægður með að-
finnslurnar, segir loks:
„Heldurðu, að þú vildir ekki athuga undirholdin
á fénu?“
Jónas þreifar á bringunni á einni kind og segir:
„Já, og hér geymir þú heilmikið af eldivið“.
33.
H JÓN á bæ einum í Dölum keyptu klukku, sem
ekki þurfti að draga upp nema á hálfsmánaðar fresti.
Húsfreyjan réð stúlku í vist til sín skömmu síðar.
Hún sýndi henni klukkuna og taldi henni það til
gildis, að hún væri með fjórtán daga verki.
Húsbóndinn, sem stóð álengdar, tautaði fyrir
munni sér:
„Það má fjandinn gjöra í minn stað að draga hana
upp í fjórtán daga um sláttinn“.
34.
'RqNDI ÚR DÖLUM kom eitt sinn til Vigfúsar
bónda í Dalsmynni. Bóndi var á leið suður til
Reykjavíkur. Hann var ríðandi og hafði folaldsmeri
í taumi.
Nú vissi Vigfús, að bóndi átti veika konu á spítala
í Reykjavík, og spyr því, hvort hann sé að vitja um
konu sína.
Bóndi, sem heyrði illa og hélt, að Vigfús væri að
sPyrja um merina, svaraði:
„Já, ég er búinn að koma henni í hagagöngu og
ætla að farga undan henni“.
2