Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Page 21
Í9
Þó þeir væru góðir kunningjar, þá glettust þeir
oft hvor við annan.
„Hefurðu heyrt það“, segir sýslumaður einu sinni
við Jón, „að Júdas var spítalahaldari?“
„Nei, það hef ég ekki heyrt“, svaraði Jón, „en aft-
ur á móti veit ég, að Pílatus var sýslumaður".
38.
Fúsi LITLI, drengsnáði þriggja ára, kom í ná-
grannahús, þar sem hann var kunnugur.
„Hvað er hann pabbi þinn nú að gera í dag?“
spurði húsmóðirin Fúsa.
„Það er að renna af honum“, svaraði hann.
39.
(jUNNAR PRESTUR spurði kollega sinn, hve
langa bænarþögn hann hefði vanalega við messu-
gjörðir.
Kollega hans sagðist eiginlega ekki geta svarað
því nákvæmlega.
„Ég er vanur að telja upp að tuttugu", segir þá
Gunnar prestur.
40.
A^NI BÓNDI var að lýsa því fyrir nágranna sín-
um, hvernig hann hefði gjörsamlega yfirbugað og
yfirunnið Jón bónda í skammasennu og lauk máli
sínu með því að segja: