Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Page 22
20
„Og seinast sagði ég honum að éta skít, og hann
gerði það“.
41.
^_RNI PRESTUR hafði alltaf verið kvenhollur og
manna kurteisastur við kvenfólk, eins og slíkum
mönnum er títt.
Nú var hann kominn að fótum fram af elli, lagztur
í kör og genginn í barndóm.
Dóttir hans, gift kona, hjúkraði honum af mestu
alúð.
Einu sinni þegar hún var að hlynna að föður sín-
um, segir hann við dóttur sína:
„Heyrið þér, fröken, hverra manna eruð þér nú
aftur?"
42.
YJnYTTINN MAÐUR sagði um framsókn Þjóð-
verja á hendur Bandamönnum í núverandi styrjöld,
að það væri líkt og Kleppur hefði ráðizt á Elliheim-
ilið.
43.
JiJÓNI er ekki eldra orð í málinu en svo, að það á
rót sína að rekja til Reykjavíkur-bars, ölknæpu við
Hafnarstræti, sem nú er liðin undir lok.
Orðið er stytt úr bar-rón, en það voru þeir menn
kallaðir, sem voru fastagestir á þessari knæpu.