Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Qupperneq 27
23
Hann hrópar nú á dóttur sína, sem var á öðrum
stað í húsinu, og skipar henni að opna hurðina, því
að einhver muni hafa lokað henni.
Hún sér, að enginn lykill er í hurðinni að utanverðu
og finnur, að hurðin muni ólæst vera, en hins vegar
gekk henni mjög illa að opna hana, því faðir hennar
hamaðist á hurðinni að innanverðu og hélt henni
fastri að stöfum.
52.
(jRÍMSNESIÐ var hið mesta bráðapestarbæli, áð-
ur en varnir gegn pestinni þekktust, en því nafni var
veikin venjulega kölluð á Suðurlandi.
Grímsnesið er sauðland ágætt, en sveitir með góðu
sauðlandi lék pestin jafnan harðast.
Pestarkjöt er notað til matar, enda óskaðlegt til
neyzlu.
Grímsnesbændur slátruðu því venjulega sárfáu fé
á haustin, því gnægðar kjöts mátti vænta af pest-
arfé.
Á Kiðjabergi í Grímsnesi hafa löngum búið efna-
menn, byrgir að mat og heyjum.
Nú bar svo við vor eitt á útmánuðunum, að sæmi-
lega efnum búinn bóndi þar í sveitinni kemur að
Kiðjabergi og tjáir húsbóndanum, að hann sé bæði
heylaus og matarlaus, og beiðist hjálpar.
Kiðjabergsbóndinn tekur erindi hans vel, en segir:
„Hvernig stendur eiginlega á því, að þú skulir
bæði vera heylaus og matarlaus?“
„Ja, það fór nú svona“, svaráði bóndinn, „pestin
brást“..