Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Side 30
28
■ Nú bar svo til vetur nokkurn, að kerling fer út að
kvöldlagi og ætlar að finna grannkonu sína, sem bjó
í koti spölkorn frá.
Norðanhríð var og veður versnandi.
Karl bjóst við, að kerlingu yrði skrafdrjúgt við
grannkonu sína, undrast því ekkert um hana og legg-
ur sig rólegur til svefns, en um morguninn, þegar
hann vaknar, saknar hann kerlingar. Þá er komið
bjart og heiðskírt veður.
Karl fer nú að leita að kerlingu og kemur fyrst til
nágrannakonunnar, sem hún hafði vérið að heim-
sækja. En þar er honum sagt, að hún hafi farið það-
an snemma kvöldið áður og ætlað heim.
„Ja, hvaða dauðans vandræði; mér bráðlá á að
komast í kommóðuna, og hún er áreiðanlega með
lyklana“.
Það verður nú úr, að leit er hafin að gömlu kon-
unni, og finna leitarmenn hana brátt í nánd við kot-
ið, helfrosna og stirðnaða.
Að sjálfsögðu var karlinn með í leitinni.
Þegar hann sér lík konu sinnar, tekur hann undir
sig stökk, grúfir sig niður að líkinu, dregur fram
lykil og segir:
„Já, sko, eitthvað finnur karlinn“.
Nú er gamla konan flutt heim og lögð til. Eini
þreini klúturinn, sem til var í kommóðunni, er tek-
inn fram og breiddur yfir andlit hennar, en karl fær
að sofa á næsta bæ, meðan líkið stendur uppi.
Músagangur mikill var í kotinu. Mýsnar fóru á
stjá, þegar þar var mannlaust orðið.
Nokkrum dögum síðar er kistulagt.