Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Síða 32
30
Það var á þingmennskuárum Sveins, að gúmmí-
böndin fóru að tíðkast hér.
Sveinn sá strax, að hér var um geysihagleg um-
búðabönd að ræða, en ekki líkaði honum nafnið á
þeim.
Honum þótti orðið togsmeygja mun betra.
Sveinn fer eitt sinn í bókabúð og spyr búðarstúlk-
una, hvort hún hafi togsmeygjur til sölu.
Stúlkan verður vandræðaleg á svipinn, en segir
loks hikandi:
„Nei, en ég held, að þær fáist í apotekunum“.
57.
ÐVENTISTA-BÓKSALI kom á bæ einn og hitti
þar fyrir gamlan mann, sem var orðinn blindur.
Bóksalinn hélt mjög að honum að kaupa eitthvað
af guðsorðabókum þeim, er hann hafði meðferðis, en
gamli maðurinn taldi sig af skiljanlegum ástæðum
hafa lítið við bækur að gera.
Hinn andmælti því og sagði, að börnin mundu lesa
upphátt fyrir hann, og síðan gæti hann hugleitt efn-
ið og talað um það við guð í einverunni.
„O, sei, sei“, svaraði gamli maðurinn. „Mér hefur
nú aldrei fundizt hann mjög skrafhreifinn".
58.
X^YRR Á ÁRUM var það ekki fátítt, að prestar
væru þéttingsfullir við embættisverk sín, en mun
nú orðið sjaldgæft.
Þó bar svo við fyrir nokkrum árum, að sveitaprest-