Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Page 35
63.
(jEIR ÍYARSSON á Bjarnastöðum í Grímsnesi
kom eitt sinn á bæ í nágrenninu.
Hann var spurður frétta.
„Ég segi engar fréttir“, svaraði Geir, „nema að
konan mín eignaðist barn í gær.
En það var feil á því.
Það vantaði í það vindinn“.
Barnið fæddist andvana.
64.
VlLHJÁLMUR JOHNSON hét maður. Hann bjó
síðast á nýbýli litlu, er hann byggði sjálfur, í Álfs-
neslandi á Kjalarnesi. Nýbýlið nefndi hann Ósland.
Vilhjálmur hafði verið í Vesturheimi. Hann var
hinn kynlegasti í háttum og orðum. Klæddist oft sel-
skinnskufli og hafði þá stundum svarðarreipi um
mittið.
Einu sinni var hann á ferð heim til sín í bíl með
Erlendi á Mógilsá.
Ungur maður var einnig með þeim í bílnum. Hann
var syfjaður og geispaði mjög.
„Það er undarlegt með ykkur, þessa ungu menn“.
segir Vilhjálmur. „Þið eruð alltaf syfjaðir og geisp-
andi. Við erum alltaf miklu fjörugri og hressari
gömlu karlarnir".
Þá segir Erlendur á Mógilsá:
„Það er nú svo með okkur, þessa gömlu menn, að
þegar við sitjum, þykjumst við geta allt, en þegar
við stöndum upp, þá verður minna úr okkur“.
3