Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Síða 37
35
Kolbeinn í Kollafirði var þarna viðstaddur og seg-
ir þá:
„Nei, það skuluð þið sanna, að verður ekki, því að
Framsókn er eins og surnar merar, að þótt þær séu
teknar úr haftinu, þá halda þær áfram að hoppa“.
67.
SlGURÐUR MATTHÍASSON á Stokkseyri lagðist
á Landakotsspítala til aðgerðar á handlegg.
Guðmundur Magnússon framkvæmdi aðgerðina og
kom morguninn eftir á stofugang. Hafði þá hand-
leggurinn blásið mjög upp.
Guðmundi Magnússyni verður að orði:
„Hvað er að sjá yður, maður! Ég held, að það sé
barn í þessu“.
„Því er þá ekki skömm að faðerninu“, svarar Sig-
urður.
68.
SlGURÐUR MAGNÚSSON, smiður á Baugsstöðum,
kom eitt sinn ölvaður á íþróttamót í Þjórsártúni og
hitti þar Pétur Thoroddsen, sem þá var um skeið
settur héraðslæknir í Rangárvallasýslu.
Þeir tóku tal saman, gengu vestur yfir brúna og
niður með árgljúfrinu. Sigurður gekk nær ánni og
var ótraustur í spori.
„Varaðu þig nú að detta ekki í ána“, segir Pétur.
Sigurður svarar:
„Fyrr hugsa ég, að þú dettir út úr Rangárvalla-
sýslu, en ég út úr Árnessýslu“.
3 *