Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Page 38
69.
Um ÞAÐ LEYTI, sem breytt var hér til um mál
og v°g, metramál kom í stað alinmáls, lítrar í stað
potta o. s. frv., bar það til síðla kvölds, þegar Indriði
Einarsson, sem þá var orðinn skrifstofustjóri í fjár-
máladeild stjórnarráðsins og hafði með höndum
framkvæmd þessara mála, var háttaður fyrir ofan
konu sína, að hann ýtir við henni og segir:
„Marta María, viltu gera svo vel og rétta mér lít-
erinn“.
70.
r
SGRÍMUR í HEIÐARSELI á Síðu var maður
orðljótur.
Eitt sinn kærði hann útsvar sitt á móti Jóni á
Hunkubökkum, og kvaddi hreppsnefndin báða á
fund sinn, til þess að láta þá bera saman ástæður
sínar.
Jón taldi það fram, að kona sín hefði átt bam á
miðjum slætti.
Þá segir Ásgrímur:
„Þér var nær að hafa á henni haganlegri tíma, hel-
vítis boran þín. Þú talar ekki um konuna mína, með
þrjú börn skríðandi utan á sér og eitt innan í sér“.
71.
j^SGRÍMUR var sem oftar í Eyrarbakkaferð. Þeg-
ar hann hafði búið upp á lest sína, verður hann þess
var, að hann getur enn tekið klyfjar á einn hest.