Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Page 39
37
Hann fer aftur inn í búðina og spyr, hvort hann eigi
inni fyrir korntunnu til viðbótar. Honum er sagt, að
svo sé ekki.
„Jæja, lánið þið mér það þá í helvíti og djöfli. Ég
skal borga það andskotans til að ári“.
72.
fsLENZKI BÓNDINN hefur löngum þótt smár í
viðskiptum, enda hefur hann þurft á því að halda
vegna afkomunnar.
Efnabóndi úr Skagafirði var haust eitt að taka út
vörur á Sauðárkróki.
Hann hafði lokið úttektinni og var búinn að taka
á móti nótu yfir hana. Þá man hann eftir því, að
hann hefur gleymt að kaupa nælu.
Búðarmaðurinn segir þá:
„Er þér ekki sama, þó þú borgir næluna, svo að ég
þurfi ekki að breyta nótunni? Hún kostar bara 3
aura“.
„Nei, það er mér ekki sama“, svarar bóndinn. „Ég
fæ nefnilega „prósentur“ hjá kaupmanninum“.
73.
„]\JlKILL DÆMALAUS MAÐUR er hann þessi
Gunnar Gunnarsson", sagði Árni Pálsson.
„Fyrst býður hann sig fram sem sjálfboðaliði í
Danmörku, og svo fer hann og gengur fyrir Hitler.
En þegar Hitler sá hermanninn, þá tók hann Dan-
mörku“.