Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Qupperneq 42
40
Ekki tók Eggert prestskapinn sérstaklega hátíð-
lega, en söfnuðurinn fyrirgaf það, eins og títt er,
þegar um drenglyndismenn er að ræða, en það var
Eggert, enda ástsæll mjög.
Einu sinni var sr. Eggert að leiða konu í kirkju í
Skarði á Landi.
Hann sótti konuna fram að kirkjudyrum, eins og
siður var tO, og leiddi síðan til sætis.
Þegar hann kemur að kirkjudyrunum, sér hann
strák, sem Þorsteinn hét, vera kominn á bak fola,
sem prestur átti og reið til kirkjunnar.
Þá snarast hann út í dyrnar og kallar:
„Víxlaðu ekki fyrir mér folann, Steini“.
80.
SR- EGGERT predikaði jafnan blaðalaust, en í
prestskapartíð hans fór biskup að ganga ríkt eftir
því, að prestar flyttu skrifaðar ræður.
Einu sinni þegar biskup er að visitera hjá Eggert
presti, spyr hann söfnuðinn að því, hvort það væri
venja prests að flytja skrifaðar ræður.
Söfnuðurinn svarar því neitandi.
„Ja“, segir prestur, „ég fór nú að skrifa ræður og
geymdi þær úti á kirkjulofti, en þær vildu músétast,
svo að ég hætti því alveg“.
81.
J>EGAR SR. EGGERT var prestur í Stafholti, bar
eitt sinn svo við, að meðhjálparinn missti kólfinn úr
kirkjuklukkunni við fyrri hringingu.