Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Page 43
41
Meðhjálparinn fer nú til prests, þar sem hann stóð
fyrir altarinu, og spyr hann, hvernig hann eigi að
fara að í messulokin.
Þessu hvíslaði hann auðvitað að presti.
Prestur svarar fullum hálsi:
„Og taktu bara helvítis kirkjulykilinn og lemdu
með honum“.
82.
Sr. EGGERT var mjög fljóthuga.
Einu sinni bar það við, að meðhjálparinn fann ekki
útgöngubænina, þegar slíta átti messu, og var hann
lengi að blaða í sálmabókinni.
Prestur lá þá á bæn fram á altarið, lítur út undan
klútnum og segir:
„Vertu ekki að leita að andskotans bæninni,
maður“.
Síðan snarar prestur sér við og mælir fram nokkur
bænarorð blaðalaust. Mönnum þótti sú bæn mun
betri en sú venjulega.
83.
EGGERT var eitt sinn að jarðsyngja mann
nokkurn.
Þegar kistan var látin slga ofan í gröfina, þá
reyndist hún of stutt, og stóð kistan föst í henni
miðri, en líkmenn stóðu ráðalausir.
Prestur horfir á þetta stundarkorn, síðan tekur
hann undir sig stökk og hleypur ofan á kistuna, og